Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn
.jpg)
Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn er yfirskrift ráðstefnu sem fór fram fimmtudaginn 6. nóvember í Norðurljósum, Hörpu frá 13:30-16:00. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) og Nasdaq Iceland stóðu að ráðstefnunni.
Hvernig stendur íslenskur hlutabréfamarkaður í alþjóðlegum samanburði og hvaða leiðir eru færar til að efla hlutabréfamarkaðinn? Hvað getum við lært af reynslu nágrannaþjóða okkar, sér í lagi Svía í þeim efnum? Leitast var við að svara þessum spurningum og mörgum fleiri á ráðstefnunni.
Þá voru kynntar niðurstöður könnunar Gallup um viðhorf almennings gagnvart fjárfestingum og hlutabréfakaupum.
Upptaka af ráðstefnunni:
Dagskrá og erindi ráðstefnunnar:
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra – Ávarp ráðherra
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri – Mikilvægi markaðsfjármögnunar
Adam Kostyál, forstjóri Nasdaq Stockholm og framkvæmdastjóri skráninga Nasdaq í Evrópu – The Swedish experience: The ingredients and the importance of a well-functioning capital market.
Pallborðsumræður: Hvernig eflum við íslenskan hlutabréfamarkað?
· Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
· Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech.
· Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá.
· Íris Björk Hreinsdóttir, yfirlögfræðingur SFF, stýrði umræðum.
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland – Hversu þroskaður er íslenski hlutabréfamarkaðurinn?
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF – Kunna Íslendingar að spara? Niðurstöður könnunar Gallup um fjárfestingahegðun almennings.
Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka – Að heimta fé af fjalli: Fjárfestingarreikningar fyrir einstaklinga og virkjun sparnaðar í Evrópu.
Pallborðsumræður: Er almenningur lykilinn að virkari hlutabréfamarkaði?
· Heiðar Guðjónsson fjárfestir.
· Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fjárfesta og fyrirtækja hjá Íslandsbanka.
· Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
· Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á mörkuðum hjá Arion banka stýrði umræðum.
Fundarstjóri: Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF.
Skálað var í tilefni af 40 ára afmæli Kauphallarinnar að fundi loknum.
Umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna:
Fjárfestingar Íslendinga í rafmynt að aukast - vb.is
Nærri þriðji hver Íslendingur á hlutabréf - vb.is
Hleypa lífi í hinn samevrópska fjármagnsmarkað - vb.is
Dagmál: Reglugerð lengri en Biblían og leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn - mbl.is
Fjárfesta ér leita frekar í steypu en hlutabréf - rúv.is
Kauphöllin í viðræðum við Euroclear - hluthafinn.is
„Okkur vantar fjölbreytileikann, sérstaklega erlenda fjárfesta“ - hluthafinn.is
Hluthafaspjallið: Magnús Harðarson