Mikilvægt að efla sveigjanleika almennings til fjárfestinga

Mikilvægt er að efla sveigjanleika almennings betur hér á landi til fjárfestinga en mikið af sparnaði landsmanna liggur inni á innlánsreikningum í stað þess að vera virkara í beinni fjárfestingu í fyrirtækjum eins og t.d. á íslenska hlutabréfamarkaðnum þar sem það myndi gera meira gagn í að bæta lífskjör. Þetta voru m.a. skilaboð Hafsteins Haukssonar aðalhagfræðings Kviku banka á ráðstefnunni „Leiðir til þess að efla hlutabréfamarkaðinn“ sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu héldu ásamt Nasdaq í síðustu viku.
Einnig vandamál í Evrópu
Yfirskriftin á erindi Hafsteins var „Að heimta fé af fjalli". Hafsteinn benti á að þetta vandamál er einnig til staðar í Evrópu og var sérstaklega minnst á þetta í hinni þekktu skýrslu Mario Draghi sem kom út í fyrra. Mikið af sparnaði heimila í Evrópu liggur inni á innlánsreikningum þar sem það er ekki að nýtast jafn vel í fjárfestingar til þess að efla hagvöxt eins og það gerir t.d. í Bandaríkjunum. Ísland er að einhverju leyti í svipaðri stöðu og Evrópa hvað þetta varðar. Nú er í gangi mikil naflaskoðun í Evrópu hvernig best sé að virkja þetta fé en þessi staða er m.a. ein af ástæðum þess að framleiðni í Evrópu hefur verið töluvert minni en í Bandaríkjunum á síðustu 15 árum. Hafsteinn benti á eitt af því sem lönd hafa gert til þess að auka þátttöku almennings í áhættufjárfestingu séu svokallaðir fjárfestingarreikningar en einn kostum þeirra er að fjárfestar greiða ekki skatta af þeirri upphæð sem safnast þar upp fyrr en tekið er út af reikningnum.
Daði Már telur vera galla í löggjöfinni að ekki sé hægt að jafna fjárfestingartap milli ára
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sem einnig var með ávarp á fundinum benti í þessu samhengi á ákveðinn galla í núverandi skattalöggjöf sem er sá að tap almennings í hlutabréfum má einungis jafna innan hvers árs en ekki færa á milli ára. Hlutabréf séu í eðli sínu langtímafjárfesting og því sé rétt að skoða hvort ekki eigi að vera hægt að jafna saman tapi og hagnaði milli tímabila.
Hafsteinn sagði fjöldann allan af ríkjum hafa tekið upp eitthvert form af svona fjárfestingarreikningum. Ísland er í dag eitt Norðurlandannasem hefur ekki gert það en þessu til viðbótar eru slíkir reikningar einnig til staðar í öllum Eystrarsaltsríkjunum. Hafsteinn sagði að það væru ákveðin einkenni á þeim reikningum þar sem árangurinn hefði verið hvað bestur. Í fyrsta lagi þarf að vera ákveðið skattalegt hagræði eins og t.d. frestun söluhagnaðar þangað til að tekið er út af reikningnum. Einnig þurfa reikningarnir að gefa ákveðinn sveigjanleika varðandi það í hverju megi fjárfesta. Í þriðja lagi hefur skipt máli að reikningarnir séu einfaldir í notkun.
Hér má sjá fyrirlestur Hafsteins.
Hér má yfirlitsefni af fundinum.





%20(1).jpg)
.jpg)



.jpg)



.jpg)
%20(1000%20x%201000%20px).jpg)
.jpg)